Fara beint í efnið

30. maí 2024

Velsældarþing í Hörpu 11. og 12. júní 2024

Embætti landlæknis skipuleggur Velsældarþing sem fram fer í Hörpu dagana 11. og 12. júní 2024. Aðalgestgjafar þingsins eru forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið en aðrir samstarfsaðilar eru Festa – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Ríkisstjórnir um velsældarhagkerfi (Wellbeing Economy Governments eða WEGo) og Samtök um velsældarhagkerfi (Wellbeing Economy Alliance eða WEAll).

Mynd. Velsældarþing merki 2024

Hvað er velsældarhagkerfi?

Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundnu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað er áhersla lögð á aukna velsæld, lífsgæði og hamingju út frá félagslegum og umhverfislegum þáttum auk hinna efnahagslegu. Velsældarhagkerfi er því efnahagskerfi þar sem leitast er við að forgangsraða í þágu velferðar og lífsgæða á breiðum grunni.

Ísland hefur verið forystuþjóð á sviði velsældarmála á alþjóðavettvangi. Ríkisstjórn Íslands hefur innleitt 40 velsældarvísa með það að markmiði að auka velsæld og lífsgæði og um leið seiglu samfélagsins til að takast á við krefjandi áskoranir.

Fjöldi leiðandi fræðimanna, stjórnmálamanna, sérfræðinga og fulltrúa atvinnulífsins mun taka þátt í Velsældarþinginu að þessu sinni. Meðal þess sem fjallað verður um er mikilvægi velsældarhagkerfis og velsældarmælikvarða, velsældaráherslur við opinbera fjárlagagerð, tengsl heilsu og velsældar og hlutverk stjórnvalda og atvinnulífs við að auka velsæld í samfélaginu.

Velsældarþing 2024. Fyrirlesarar

Nánari upplýsingar

Verkefnastjóri Velsældarþings er Elín Hirst, elin.hirst@landlaeknir.is (899 9359)

Fyrir hönd skipulagsnefndar,
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Velsældarþings og sviðsstjóri lýðheilsu