Fara beint í efnið

15. maí 2024

Þátttaka í bólusetningum barna – nýtt mælaborð sóttvarnalæknis

Sóttvarnalæknir hefur nú birt gagnvirkt mælaborð með upplýsingum um þátttöku í bólusetningum barna hér á landi frá árinu 2017.

Mynd. Mælaborð um þátttöku barna í bólusetningum

Upplýsingar sem birtast í mælaborðinu byggja á gögnum úr bólusetningagrunni sem eiga uppruna í rafrænni skráningu bólusetninga á heilsugæslustöðvum, sjúkrastofnunum og skólum á Íslandi. Tilgangurinn með mælaborðinu er að bæta aðgengi að tölulegum upplýsingum um þátttöku í bólusetningum á Íslandi.

Stefnt er að því að uppfæra mælaborðið einu sinni á ári, samhliða útgáfu árlegrar skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum barna á Íslandi. Mælaborðið er í áframhaldandi þróun.

Sóttvarnalæknir