Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. október 2025

Matseðlar í samræmi við fæðuráðleggingar embættis landlæknis

Embætti landlæknis hefur birt viðmiðunarmatseðla fyrir sjö daga í samræmi við Norrænar næringarráðleggingar 2023.

Sýnd eru dæmi fyrir 18-24 ára fólk sem er í kyrrsetu stærstan hluta dagsins, en hreyfir sig að minnsta kosti í 2-3 klukkustundir á viku.

Matseðlarnir eru þýddir og staðfærðir frá embætti landlæknis í Noregi og norsku matvælastofnuninni. Matseðlarnir gefa einungis dæmi um hvernig megi haga mataræðinu. Hver og einn þarf að meta hvort matseðlarnir henti þeim að einhverju eða miklu leyti.

Þá er hægt að kynna sér viðmið um orkuþörf og hlutföll orkuefna á vef embættis landlæknis.

Frekari upplýsingar
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur, holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is
Ellen Alma Tryggvadóttir
, næringarfræðingur, ellen.a.tryggvadottir@landlaeknir.is