29. ágúst 2025
29. ágúst 2025
Fréttabréf ágúst 2025
Fréttabréf Stafræns Íslands ágúst 2025.

Miðasala er hafin á Tengjum ríkið, árlega ráðstefnu Stafræns Íslands. Ráðstefnan verður haldin þann 18. september 2025 á Hilton Nordica sem og í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár snýr að öryggi og stafrænni forystu á óstöðugum tímum en einn fyrirlesara er Valerya Ionan ráðgjafi ríkisstjórnar Úkraínu í stafrænum málum.
Að vanda verður fjöldi áhugaverðra erinda frá stofnunum sem hafa náð góðum árangri í stafrænni vegferð og stafrænni þjónustu. Í takti við þema ársins fáum við erindi frá lögreglunni, landskjörstjórn, dómstólasýslunni, Stafrænu Íslandi og fleiri. Fundarstjóri verður Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS.
Að morgni ráðstefnudags verða haldnar vinnustofur sem snúa að þjónustu, tækniumhverfi og þróun, Ísland.is og framtíðarsýn stafrænnar vegferðar hins opinbera. Þátttakendur á vinnustofunum fá sérstakt boð en þar á meðal eru forstöðumenn, þjónustustjórar, vefstjórar, tæknistjórar og gagnastjórar stofnana sem og fulltrúar fyrirtækja. Markmið með vinnustofunum er að ná góðu samtali um þá stafrænu þróun sem framundan er.
Vinnustofurnar verða frá 10-12 að morgni ráðstefnudags en ráðstefnan frá 13.00-16.30.
Miðaverð í ár er 9.900 kr. fyrir ráðstefnuna og 3.900 kr. í streymi.
Vefumsjónarkerfi Ísland.is í útboð
Í lok júlí var opnað útboð vegna vefumsjónarkerfis Ísland.is (CMS) en tilboð bjóðenda verða opnuð þann 11.september 2025 kl. 13:00.
Þjónustukerfi Ísland.is
Innleiðing á samræmdu þjónustukerfi fyrir opinbera aðila stendur nú yfir. Þegar hafa nokkrar stofnanir innleitt kerfið sem hefur skilað betri þjónustu og innri hagræðingu.
Lesa frétt um þjónustukerfi Ísland.is
Flýtileið stafrænna skírteina
Frá og með 1. september verða stafræn skírteini hins opinbera aðeins aðgengileg í Ísland.is appinu en ekki lengur í símaveskjum snjallsíma.
Lesa frétt um flýtileiðir skírteina
Umsókn um virknistyrk
Nýtt úrræði í félagslegakerfinu. Ný lög taka gildi um mánaðarmótin og stafræn umsókn er tilbúin til notkunar. Umsóknir sendast skila sér sjálfkrafa í starfskerfi Vinnumálastofnunar.
Útgáfufréttir
Fyrsta útgáfa eftir sumarfrí var 19.ágúst.
Meðal verkefna Stafræns Íslands
Umsóknir
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Tekjuáætlun TR
Tilkynning um netglæp
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja
Notendaupplýsignar
Skrá mörg netföng og tengja mismunandi netföng við umboð
Stjórnborð
Tölfræði Stafræns pósthólfs fyrir stofnanir
Þjónustukerfi Ísland.is
Meðal stofnana sem hafa innleitt og nýta kerfið eru:
Sýslumenn
Umboðsmaður skuldara
Tryggingastofnun
Skatturinn
HMS
Lögreglan
Vinnueftirlitið
Vefir í vinnslu
Almannavarnir
Dómstólasýslan
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Landspítali
Lögreglan
Rannís
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla Suðurnesja
Rannís
Mínar síður Ísland.is
Lyfjaávísanir og lyfjasaga
Staða á biðlista
Stafrænt pósthólf
Gagnvirk samskipti við almenning í gegnum þjónustukerfi
Fundir, ráðstefnur og vinnustofur
Tengjum ríkið 18.september
Opin efnisstefnukynning 23.september
Örnámskeið - aðgengismál 24.september