Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Tengjum ríkið 2025

Tengjum ríkið, árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið. Ráðstefnan verður haldin þann 18. september 2025 á Hilton Nordica sem og í streymi.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er snýr að öryggi og stafrænni forystu á óstöðugum tímum en lykilfyrirlesarar verða m.a. frá Úkraínu. Dagkráin verður auglýst nánar í ágúst.

Þá verður fjöldi áhugaverðra erinda frá stofnunum sem hafa náð góðum árangri í stafrænni vegferð og stafrænni þjónustu.

Að morgni ráðstefnudags verða haldnar vinnustofur sem munu snúa að þjónustu, tækniumhverfi og þróun, Ísland.is, ávinningi stafrænna verkefna og framtíðarsýn stafrænnar vegferðar hins opinbera. Þátttakendur á vinnustofunum fá sérstakt boð en þar á meðal eru forstöðumenn, þjónustustjórar, vefstjórar, tæknistjórar hjá stofnunum sem og fulltrúar fyrirtækja. Markmið með vinnustofunum er markvisst framlag í þá stafrænu þróun sem er framundan næstu misserin.

Vinnustofurnar verða frá 10-12 að morgni ráðstefnudags en ráðstefnan frá 13-17.

Miðaverð í ár verður 9.900 kr. fyrir ráðstefnuna og 3.900 kr. í streymi.