Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. ágúst 2025

Flýtileið að stafrænum skírteinum

Frá og með 1. september verða stafræn skírteini hins opinbera aðeins aðgengileg í Ísland.is appinu en ekki lengur í símaveskjum snjallsíma.

Breytingin er gerð til að tryggja öryggi og bæta aðgengi að skírteinunum fyrir notendur. Eftir kynningu og samráð með útgefendum stafrænna skírteina hófst útleiðingin úr símaveskjum formlega 1. júlí 2025 þar sem hætt var að gefa út ný skírteini í símaveski. Þau sem þegar voru með stafræn skírteini uppsett í símaveskjum sínum hafa aðgeng að þeim þar til ágústloka. Stafræn skírteini verða alfarið fjarlægð úr símaveskjum frá og með 1. september.

Stafræn skírteini í Ísland.is appinu

Þau sem vilja nýta sér stafræn skírteini í símum sínum þurfa aðeins að setja upp Ísland.is appið og finna sín skírteini þar. Eftir að hafa sótt appið geta notendur sett upp flýtileið (e. Widget) með einföldum hætti, hvort sem um ræðir iPhone eða Android síma. Nákvæmar leiðbeiningarnar fyrir iPhone og Android símtæki er að finna á Ísland.is.

Opinber skírteini sem eru aðgengileg stafrænt eru: ökuskírteini, vinnuvéla- og ADR réttindi, skotvopnaleyfi, veiðikort og örorkuskírteini en til viðbótar má nálgast stafrænt upplýsingar um vegabréf, evrópska sjúkratryggingakortið, stæðiskort (p-kort) og ný nafnskírteini gefin út af Þjóðskrá. Stafræn skírteini gilda einungis á Íslandi og því mikilvægt að þau sem ætla að aka erlendis hafi með sér hefðbundið ökuskírteini.

Útgáfa stafrænna skírteina opinberra stofnanna á Íslandi hófst sumarið 2020. Þá voru fyrst gefin út stafræn ökuskírteini fyrir Android og iPhone snjallsíma. Sömuleiðis verða upplýsingar um skírteini og möguleikar á endurnýjun að finna á Mínum síðum Ísland.is.

Lesa nánar um hvernig hægt er að nálgast Ísland.is appið á vef Stafræns Íslands.

Lesa nánari upplýsingar um þróun stafrænna skírteina.

Lesa leiðbeiningar um uppsetningu flýtileiða á Ísland.is.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.