Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lífsbrú veitir árlega viðurkenningu til einstaklings og liðsheildar fyrir mikilsvert framlag til sjálfsvígsforvarna á Íslandi. Verðlaunin eru veitt fyrir að auka þekkingu á málefninu og fyrir að stuðla að bættri heilsu og líðan landsmanna.

Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn 1. september árið 2024. Hönnun á viðurkenningaskjali Lífsbrúar var í höndum Eflis – Almannatengsla.

Tilnefning til viðurkenningar Lífsbrúar

1. Tilnefning í flokki einstaklinga.

2. Tilnefning í flokki liðsheilda. Með liðsheild er átt við hóp fólks sem vinnur saman að sjálfsvígsforvörnum t.d. félagasamtök eða teymi innan félagasamtaka, stofnunar eða fyrirtækis.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis