Fara beint í efnið

Sjálfsvígsforvarnir

Þekkir þú einhvern sem gæti verið að íhuga sjálfsvíg?

Stuðningur frá nánasta umhverfi einstaklings getur skipt sköpum. Sem fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða samstarfsfélagi getum við öll haft áhrif með því að staldra við og fylgjast með líðan okkar og líðan fólksins í kringum okkur. Ef áhyggjur eru til staðar um það að einhver sé með sjálfsvígshugsanir er gott að vita að það er í lagi að spyrja viðkomandi hreint út hvort hann sé að íhuga sjálfsvíg. Það að spyrja um sjálfsvígshugsanir eykur ekki líkurnar á að viðkomandi taki líf sitt. Það getur hjálpað einstaklingi í vanlíðan að finna að einhver er til staðar til að hlusta og sýna skilning.

Ef þú heldur að bráð hætta sé á ferð skaltu ekki skilja viðkomandi eftir einan. Leitaðu aðstoðar fagaðila.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis