Sjálfsvígsforvarnir
Stuðningur í kjölfar sjálfsvígs
Hvert dýrmætt líf sem við missum í sjálfsvígi er harmleikur sem skilur eftir sig mikla sorg og tómarúm. Fjölskylda, vinir, samstarfsfélagar, heilbrigðisstarfsfólk og allt nánasta umhverfi einstaklingsins verður fyrir langvarandi áhrifum í kjölfarið. Sárar tilfinningar á borð við dofa, afneitun, reiði, ásökun eða sektarkennd getur einkennt sorgina, sem þó getur verið mjög einstaklingsbundin.
Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Píeta samtökunum.
Hugtakið Í kjölfar sjálfsvígs (e. postvention)
Ekki er eitt orð í íslensku sem fangar innihald hugtaksins postvention en það hefur verið þýtt sem stuðningur í kjölfar sjálfsvígs.
Stuðningurinn er tvíþættur. Hann stendur annars vegar fyrir allt það sem gert er til að styðja aðstandendur við að ná sér á strik aftur eftir sjálfsvíg og hins vegar að koma í veg fyrir mögulegan heilsubrest, bæði líkamlegan og andlegan.
Það var Dr. Edwin Sneidman sem fyrstur vakti athygli á hugtakinu árið 1972 og sagði stuðning við aðstandendur eftir sjálfsvíg í eðli sínu sjálfsvígsforvörn. Það var hinsvegar ekki fyrr en árið 2014 sem það hlaut viðurkenningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem mikilvægt framlag í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn sjálfsvígum. Í dag eru mörg lönd komin vel af stað í vinnu við tryggja markvissan faglegan stuðning eftir sjálfsvíg.
Leiðbeiningar fyrir aðstandendur
Ástvinamissir vegna sjálfsvígs. Handbók til sjálfshálpar fyrir aðstandendur. Útgefið 2023
Að finna orðin. Hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Útgefið 2023
Tengt efni
Stuðningur í kjölfar sjálfsvígs. Höfundar: Wilhelm Norðfjörð og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir. Birt í Morgunblaðinu 9. september 2021
Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Frétt á vef embættis landlæknis 10. september 2021
Viðbragðsáætlun vegna skyndilegs andláts á vinnustað. Útgefið 2022
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis