Fara beint í efnið

Hvert dýrmætt líf sem við missum í sjálfsvígi er harmleikur sem skilur eftir sig mikla sorg og tómarúm. Fjölskylda, vinir, samstarfsfélagar, heilbrigðisstarfsfólk og allt nánasta umhverfi einstaklingsins verður fyrir langvarandi áhrifum í kjölfarið. Sárar tilfinningar á borð við dofa, afneitun, reiði, ásökun eða sektarkennd getur einkennt sorgina, sem þó getur verið mjög einstaklingsbundin.

Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Píeta samtökunum.

Hugtakið Í kjölfar sjálfsvígs (e. postvention)

Ekki er eitt orð í íslensku sem fangar innihald hugtaksins postvention en það hefur verið þýtt sem stuðningur í kjölfar sjálfsvígs.

Stuðningurinn er tvíþættur. Hann stendur annars vegar fyrir allt það sem gert er til að styðja aðstandendur við að ná sér á strik aftur eftir sjálfsvíg og hins vegar að koma í veg fyrir mögulegan heilsubrest, bæði líkamlegan og andlegan.

Það var Dr. Edwin Sneidman sem fyrstur vakti athygli á hugtakinu árið 1972 og sagði stuðning við aðstandendur eftir sjálfsvíg í eðli sínu sjálfsvígsforvörn. Það var hinsvegar ekki fyrr en árið 2014 sem það hlaut viðurkenningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem mikilvægt framlag í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn sjálfsvígum. Í dag eru mörg lönd komin vel af stað í vinnu við tryggja markvissan faglegan stuðning eftir sjálfsvíg.

Leiðbeiningar fyrir aðstandendur

Tengt efni

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis