Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Á heimasíðu verkefnisins gulurseptember.is má sjá dagskrána í Gulum september. Þar má einnig lesa um gula daginn og fá hugmyndir að því hvernig hægt er að taka þátt. Á síðunni er farið er yfir hugmyndafræði verkefnisins, hverjir standa á bak við það og margt fleira.
Litla gula peysan er hönnuð af Eddu Lilju Guðmundsdóttur. Hún hannaði peysuna í tilefni af Gulum september og gaf Lífsbrú uppskriftina til styrktar sjálfsvígsforvörnum.
Samfélag prjónafólks á Íslandi er stórt og löng hefð fyrir prjónaskap. Í prjónaskap felst núvitund sem getur verið hjálpleg fyrir geðheilsu. Það er von þeirra sem standa að baki Litlu gulu peysunni að til verði hópur fólks sem prjóni eftir uppskrift Eddu Lilju, ýmist einir eða taki þátt í skipulögðu samprjóni. Litla gula peysan myndi þannig tengja saman prjónafólk og afraksturinn yrði svo færður Lífsbrú að gjöf. Lífsbrú myndi í framhaldinu selja Litlu gulu peysuna áfram til fjáröflunar fyrir Gulan september og aðrar sjálfsvígsforvarnaraðgerðir. Á þennan hátt nýtist styrkur og samvinna prjónafólks málaflokknum en verður vonandi líka til þess að tengja saman fólk og skapa góðar prjónasamverustundir.
Einnig er hægt er að kaupa Litlu gulu peysuna í vefverslun á gulurseptember.is.
Þeir sem ekki geta prjónað en vilja styðja Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna er bent á að styðja má sjóðinn Lífsbrú með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: