Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Hjálpast að við að vekja athygli á gulum september og því sem hann stendur fyrir.
Klæðast gulum fatnaði eða skreyta með gulu.
Taka þátt í dagskránni.
Taka myndir af gulri stemmingu, mynd af sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum vörum og deila henni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember.
Allir sem geta eru hvattir til að taka þátt og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.
Á gulum degi klæðumst við gulu, skreytum með gulu, lýsum með gulu, borðum gular veitingar og tökum myndir af gulri stemmingu. Myndin getur verið sjálfa eða af vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum hlutum.
Til að vekja athygli sem víðast er lagt til að deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember.
Einnig er bent á gular geðræktargöngur þennan dag.
Þetta slagorð var valið fyrir gulan september. Það vísar til samkenndar, þess að láta sig náungann varða og hlúa saman að geðheilsunni.
Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því leitaðu þá hjálpar.
Þessi árstími er valinn vegna þess að Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október.
Semikomman (;) er kennimerkið fyrir gulan september en táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Það vísar til framhalds; seiglu og vonar.
Litla gula peysan er hönnuð af Eddu Lilju Guðmundsdóttur. Hún hannaði peysuna í tilefni af Gulum september og gaf Lífsbrú uppskriftina til styrktar sjálfsvígsforvörnum.
Samfélag prjónafólks á Íslandi er stórt og löng hefð fyrir prjónaskap. Í prjónaskap felst núvitund sem getur verið hjálpleg fyrir geðheilsu. Það er von þeirra sem standa að baki Litlu gulu peysunni að til verði hópur fólks sem prjóni eftir uppskrift Eddu Lilju, ýmist einir eða taki þátt í skipulögðu samprjóni. Litla gula peysan myndi þannig tengja saman prjónafólk og afraksturinn yrði svo færður Lífsbrú að gjöf. Lífsbrú myndi í framhaldinu selja Litlu gulu peysuna áfram til fjáröflunar fyrir Gulan september og aðrar sjálfsvígsforvarnaraðgerðir. Á þennan hátt nýtist styrkur og samvinna prjónafólks málaflokknum en verður vonandi líka til þess að tengja saman fólk og skapa góðar prjónasamverustundir.
Þeir sem ekki geta prjónað en vilja styðja Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna er bent á að styðja má sjóðinn Lífsbrú með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
Kennitala: 501023-0780
Reikningsnúmer: 0370-26-047094
Er allt í gulu á þínum vinnustað? Morgunfundur Heilsueflandi vinnustaðir 28. september 2023