Fara beint í efnið

Fæðingarstyrkur námsmanna

Sækja um fæðingarstyrk fyrir foreldra í námi

Fullt nám

Foreldrar þurfa að hafa stundað fullt nám í 6 mánuði síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu barns. Fullt nám er:

  • 22 ECTS,

  • 75-100% nám, ef ekki eru notaðar ECTS-einingar,

  • verklegt eða bóklegt.

Oftast þýðir þetta að foreldrar þurfa að skila tveimur önnum í heild eða að hluta til svo að skilyrði um fullt nám í 6 mánuði sé uppfyllt.

Námsframvinda

Viðkomandi þarf að hafa staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma.

Námið sem er stundað

Námið verður að:

  • vera á grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólastigi,

  • vera í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi,

  • standa yfir í að minnsta kosti 6 mánuði.

Undanþágur frá skilyrði um fullt nám

Heimilt er að gera undanþágu frá skilyrði um fullt nám vegna eftirfarandi aðstæðna foreldra.

Vinna og nám

  • Þegar foreldri hefur verið samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fram til þess að námið hófst.

  • Þegar foreldri hefur lokið að minnsta kosti einnar annar námi og hefur síðan verið samfellt á innlendum vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði.

Veikindi á meðgöngu

Þegar barnshafandi foreldri hefur ekki getað stundað nám á meðgöngu vegna heilsufarsástæðna sem tengjast meðgöngunni.

Til að staðfesta þetta þarf foreldrið að leggja fram vottorð þess sérfræðilæknis sem hefur annast viðkomandi á meðgöngunni.

Einnig þarf Fæðingarorlofssjóði að berast staðfesting frá skóla um að viðkomandi hafi verið í fullu námi.

Foreldri er að ljúka námi

Þegar foreldri á eftir minna en sem nemur 75% af námi á síðustu önn í námi og ljóst er að viðkomandi er að ljúka tiltekinni prófgráðu.

Viðkomandi þarf líka að fullnægja öðrum skilyrðum um fullt nám.

Sækja um fæðingarstyrk fyrir foreldra í námi

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun

Tengt efni