Fara beint í efnið

Ertu að leita að gögnum?

Upplýsingar um eignir

Fyrr á öldum var ríkidæmi fólks ekki síst metið í því hversu góða bújörð viðkomandi átti. Jarðir voru metnar til verðs – eða dýrleika – en slíkt mat tók ekki aðeins tillit til stærðar og flatarmáls heldur komu gjarnan aðrir þættir til álita. Það gátu verið ýmis gæði, svo sem beitiland, engjar og önnur hlunnindi á borð við dúntekju, reka, lax- og silungsveiði og svo mætti lengi telja.

Dýrleiki jarðar var enn fremur skattstofn hennar og landskuld og leigur tóku mið af dýrleikanum. Með auknu þéttbýli var farið að meta aðrar fasteignir, það er íbúðarhús, útihús og önnur mannvirki.

Mörg skjöl eru varðveitt sem lýsa merkjum jarða, gæðum þeirra og möguleikum til búsetu. Hér ber helst að nefna landamerkjabækur, sem teknar voru saman af sýslumönnum með tilkomu landamerkjalaganna frá 1882, afsals- og veðmálabækur, jarðaskjöl og kirknaskjöl. Einnig eru varðveitt ýmis gögn um húseignir og önnur mannvirki auk þess sem til eru bifreiða- og skipaskrár.

Jarðir og fasteignir

Teikningar

Afsals- og veðmálabækur