Fara beint í efnið

Teikningar

Þær teikningar sem borist hafa til Þjóðskjalasafns eru frá opinberum aðilum, sjálfstætt starfandi arkitektum eða frá arkitektastofum. Þegar leitað er að teikningum er gagnlegt að hafa upplýsingar um hver teiknaði eða á vegum hvers, byggingarár, verkkaupa og jafnvel verknúmer.

Byggingarfulltrúar sveitarfélaga eru afhendingarskyldir á sitt héraðskjalasafn. Mörg sveitarfélög hafa einnig birt teikningar sínar í vefsjá, sjá til dæmis teikningavef Reykjavíkurborgar. Sé ekki starfrækt héraðsskjalasafn í sveitarfélagi viðkomandi byggingarfulltrúa eru gögn hans afhendingarskyld til Þjóðskjalasafns, sbr. 14. gr. laga um opinber skjalasöfn.

Varðveisla húsateikninga er því miður misjöfn, eftir því sem teikningar eru eldri getur reynst erfiðara að finna þær. Elstu teikningarnar sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni er búið að ljósmynda og setja á vefinn heimildir.is. Þá eru þar einnig birtir uppdrættir af túnum og matjurtagörðum sem gerðir voru að forgöngu Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands. Flestir uppdrættirnir voru gerðir á árunum 1916–1920.

Meðal helstu teikingasafna í vörslu Þjóðskjalasafns eru:

  • Húsameistari ríkisins

  • Byggingastofnun landbúnaðarins / Teiknistofa landbúnaðarins

  • Teikningar frá menntamálaráðuneytinu

  • Húsnæðismálastofnun ríkisins

  • Teiknistofa Sambands íslenskra samvinnufélaga / Nýja teiknistofan

  • Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna

Fyrirspurn um teikningar