Fara beint í efnið

Jarðir og fasteignir

Jarða- og fasteignamál geta verið vandmeðfarin og umfangsmikil. Þegar leitað er upplýsinga um þau er best að gefa sem nákvæmasta lýsingu á því sem óskað er eftir.

Ef um nýlegt mál er að ræða er ráðlegt að leita fyrst til þess embættis sem fór fyrir málinu, til dæmis hreppsnefndar, bæjarstjórnar, viðkomandi sýslumanns eða héraðsdóms.

Á vefsíðunni heimildir.is er búið að birta myndir af völdum heimildum sem tengjast jörðum og eignum á einn eða annan hátt. Þar eru til að mynda landamerkjabækur, landskiptabækur, fasteignamöt og túnakort.

Landamerkjalýsingar er að finna í landamerkjabókum en einnig landaskiptabókum og þinglýstum skjölum. Þjóðskjalasafn hefur gert stafréttar uppskriftir af varðveittum landamerkjabókum og er þeim tímabundið miðlað á jarðavef Þjóðskjalasafns.

Þegar óskað er eftir aðgangi að gögnum um eignir er best að tilgreina á skilmerkilegan hátt hvað er beðið um.

Fyrirspurn um jörð eða fasteign