Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða

Umsókn um dvalarleyfi

Skilyrði


Allir umsækjendur um dvalarleyfi þurfa

  • að geta sannað á sér deili með gildu vegabréfi

  • að gefa réttar upplýsingar um tilgang dvalarinnar á Íslandi

  • að uppfylla eftirfarandi grunnskilyrði


Sérstök skilyrði vegna sjálfboðaliðastarfs

  • Þú verður að vera 18 ára eða eldri.

  • Þú þarft að hafa fengið boð um starf fyrir viðurkennd frjáls félagasamtök sem vinna að góðgerðar- eða mannúðarmálum og eru hvorki rekin í hagnaðarskyni né skattskyld.

    • Heimilt er að víkja frá því skilyrði að starf sé unnið fyrir viðurkennd félagasamtök ef markmið tiltekins verkefnis er sannarlega í mannúðar- og góðgerðarskyni.

    • Dæmi um félagasamtök sem sjálfboðaliðar hafa fengið veitt dvalarleyfi til að starfa hjá eru AUS, Hitt húsið, Hjálpræðisherinn, Rauði kross Íslands, SEEDS, Skátarnir, Worldwide Friends og fleiri.

  • Starfið sem þú munt vinna verður að vera í samræmi við starfsemi félagasamtakanna sem þú munt starfa fyrir.

    • Dæmi um störf sem ekki falla undir sjálfboðaliðastörf samkvæmt útlendingalögum eru ólaunuð störf á sveitabæjum, veitingastöðum, gistiheimilum og við ferðaþjónustu. 

  • Þú þarft að sýna fram á að þú getir framfleytt þér á dvalartíma með öðrum hætti en launatekjum hér á landi.

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun