DRG - Þjónustutengd fjármögnun heilbrigðisstofnana
Visual DRG
Visual DRG er hugbúnaður þar sem hægt er að setja inn ákveðnar breytur úr sjúkraskrá til þess að sjá í hvaða DRG flokk viðkomandi lega/koma fer. Fyrirtækið LOGEX á hugbúnaðinn og setur árlega inn íslenska DRG flokkarann fyrir notendur á Íslandi ásamt vigtum og einingaverði hvers árs.
Embætti landlæknis hefur umsjón með aðgangi að hugbúnaðinum og sér um öll samskipti við LOGEX fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins.
Embættið stefnir að því að vera með fræðslu um notkun hugbúnaðarins einu sinni á ári. Skráðir notendur fá fundarboð á Teams.
Hægt er að óska eftir aðgangi með því að senda tölvupóst á netfangið:
mottaka@landlaeknir.is
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis