Fara beint í efnið

Alþjóðleg fjölskylduættleiðing

Umsókn um forsamþykki til að ættleiða barn erlendis

Erlendur ríkisborgari eða fyrrum erlendur ríkisborgari sem á fasta búsetu á Íslandi getur sótt um alþjóðlega fjölskylduættleiðingu á tilteknu barni sem er umsækjanda náskylt og er búsett í upprunalandi hans. Umsækjandi getur verið einn einstaklingur, sambúðarfólk eða hjón.

Íslensk ættleiðingarlög gilda um alþjóðlega fjölskylduættleiðingu og því þarf sýslumaður að samþykkja hana með útgáfu forsamþykkis.

Þegar óskað er forsamþykkis vegna alþjóðlegrar fjölskylduættleiðingar hefur ættleiðingarfélag almennt ekki milligöngu um ættleiðinguna.

Skilyrði fyrir alþjóðlegri fjölskylduættleiðingu

Samþykki foreldra eða forsjáraðila

Forsamþykki fyrir alþjóðlegri fjölskylduættleiðingu verður ekki veitt ef foreldrar barns, annað eða bæði, fara með forsjá þess, nema alveg sérstaklega standi á. Sama á við ef önnur skyldmenni fara með forsjá þess. 

Ef talið er að sérstaklega standi á og að meðferð máls skuli fram haldið þótt forsjárforeldri sé til staðar, verður að afla upplýsts samþykkis forsjárforeldris eða foreldra til ættleiðingarinnar. 

Einnig ber þá að afla umsagnar foreldris sem kann að eiga umgengnisrétt við barnið.

Samþykki barns

Barn sem náð hefur 12 ára aldri hefur rík tengsl við land sitt og þjóð og eru þá nokkuð fá ár þar til barn verður lögráða. Forsamþykki fyrir ættleiðingu barns sem náð hefur 12 ára aldri verður því ekki gefið út nema mjög mikilvægar ástæður séu fyrir hendi.

Ef talið er að slíkar ástæður séu fyrir hendi verður samþykki barns til ættleiðingarinnar að liggja fyrir áður en forsamþykki er veitt. Sama á við ef yngra barn hefur þroska til að tjá sig um fyrirhugaða ættleiðingu. Leiðbeina ber barni nákvæmlega um réttaráhrif ættleiðinga hér á landi áður en það veitir samþykki sitt. Sýslumaður ákveður í hverju máli fyrir sig hverjum skal falið að annast leiðbeiningarnar. 

Aðbúnaður viðkomandi barns verður að vera með þeim hætti að rík þörf sé á að barnið yfirgefi land sitt og eignist nýja fjölskyldu hér á landi. 

Auk framangreindra skilyrða þurfa umsækjendur að uppfylla þau skilyrði ættleiðingarlaga og reglugerðar um ættleiðingar sem fjallað er um í kafla um ættleiðingar barna erlendis frá, svo sem aldursskilyrði, skilyrði um sambúðartíma, um heilsufar, um traustan fjárhag, húsnæði og fleira.

Rétt er að taka fram að meðferð mála er varða alþjóðlega fjölskylduættleiðingu getur tekið mjög langan tíma, jafnvel mörg ár.

Umsókn um forsamþykki til að ættleiða barn erlendis

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15