Fara beint í efnið

Alþjóðleg fjölskylduættleiðing

Umsókn um forsamþykki til að ættleiða barn erlendis

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn

Umsókn um forsamþykki berst sýslumanni beint frá umsækjanda. 

Með umsókn um forsamþykki þarf að leggja fram töluvert af gögnum og stundum þarf sýslumaður að óska frekari gagna frá umsækjendum við upphaf málsmeðferðar.

 • Fæðingarvottorð barnsins sem á að ættleiða.

 • Greinargerð með upplýsingum um barnið, þar á meðal um tengsl þess við umsækjanda/umsækjendur eða hugsanleg systkini.

 • Ítarleg lýsing á aðbúnaði barns í heimalandinu. Sýna þarf fram á að aðbúnaður barnsins sé þannig að rík þörf sé á að barnið yfirgefi heimaland sitt til að eignast nýja fjölskyldu á Íslandi. 

 • Gögn frá heimalandi barnsins sem sýna fram á að ættleiðingar fari fram í samræmi við íslensk ættleiðingarlög, Haag samninginn og Barnasáttmálann. 

 • Gögn sem skýra nákvæmlega frá gangi ættleiðingarmáls í viðkomandi ríki, hvar og hvernig ættleiðing er veitt auk upplýsinga um þau gjöld sem greiða ber í því ríki og til hvers/hverra þau greiðast. 

 • Ættleiðingarlög viðkomandi ríkis á ensku. 

 • Heilbrigðis- og læknisvottorð væntanlegs kjörforeldris.

 • Hjúskaparvottorð, staðfesting Þjóðskrár Íslands á sambúðartíma eða ótvíræð gögn um sambúðartíma (ef við á).

 • Síðustu þrjú skattframtöl umsækjanda. Gögn um tekjur næstliðins árs ef ekki er komið skattframtal fyrir það ár. 

 • Þrír síðustu launaseðlar umsækjanda. 

 • Síðustu greiðsluseðlar vegna lána, eða stöðuyfirlit frá lánveitanda.

 • Stöðuyfirlit LÍN (ef við á).

 • Sýslumaður getur einnig óskað eftir frekari gögnum. 

Umsókn um forsamþykki til að ættleiða barn erlendis