Fara beint í efnið

Alþjóðleg fjölskylduættleiðing

Umsókn um forsamþykki til að ættleiða barn erlendis

Málsmeðferð hjá sýslumanni

Sýslumaður aflar eftirtalinna staðfestinga frá viðeigandi aðilum í heimalandi barnsins: 

  • Að upplýsingar í umsókn og fylgigögnum séu réttar og að aðbúnaður og aðstæður barns séu svo sem haldið er fram 

  • Yfirlýsingu þar til bærs ættleiðingaryfirvalds í heimalandi barnsins um að barnið sé laust til ættleiðingar hér á landi 

  • Að ættleiðingaryfirvöld í heimalandi barnsins afli samþykkis forsjárforeldra þess til ættleiðingarinnar 

  • Að ættleiðingaryfirvöld í heimalandi barns afli umsagnar foreldris sem á umgengnisrétt við barnið, ef við á. 

Umsögn barnaverndarnefndar

Telji sýslumaður að framkomin gögn gefa tilefni til að halda málinu áfram sendir hann málið samhliða þessu, eða að fengnum umbeðnum upplýsingum, til umsagnar barnaverndarnefndar og óskar eftir því að nefndin kanni hagi umsækjenda og meti hæfni þeirra til að taka að sér umrætt barn til ættleiðingar. Barnaverndarnefndum er almennt veittur 3-4 mánaða frestur til að skila umsögn.

Telji sýslumaður þörf á, svo sem ef vafi er talinn á því hvort skilyrði fyrir útgágu forsamþykkis eru uppfyllt, getur sýslumaður óskað eftir umsögn ættleiðingarnefndar. Sé leitað umsagnar ættleiðingarnefndar er nefndinni almennt veittur þriggja mánaða frestur til að skila umsögn. Þegar umsögnin liggur fyrir er hún kynnt umsækjendum og þeim gefinn kostur á athugasemdum.

Taka skal fram að umsagnir barnaverndarnefndar og ættleiðingarnefndar eru ekki bindandi fyrir sýslumann þegar hann ákveður hvort gefið er út forsamþykki eða því hafnað.

Sýslumaður getur gefið út forsamþykki til ættleiðingar barns þegar

  • Heimaland barnsins hefur staðfest að umræddu barni verði ekki tryggð viðunandi umönnun í heimalandinu 

  • Það telji ættleiðingu barnsins til Íslands vera því fyrir bestu 

  • Jákvæð umsögn barnaverndarnefndar þar sem mælt er með útgáfu forsamþykkis

  • Ættleiðingin er barninu fyrir bestu

Þegar nægilegar upplýsingar liggja fyrir tekur sýslumaður ákvörðun um hvort gefið verði út forsamþykki eða umsókninni hafnað.

Sýslumaður sendir forsamþykkið ásamt frekari gögnum til ættleiðingaryfirvalda í heimalandi barnsins og getur þá ættleiðingarmálið hafist eða haldið áfram í því ríki.

Forsamþykki hafnað

Þegar nægilegar upplýsingar liggja fyrir tekur sýslumaður ákvörðun um hvort gefið verði út forsamþykki eða umsókninni hafnað. Ef sýslumaður hafnar því að gefa út forsamþykki, er það gert með úrskurði.

Umsókn um forsamþykki til að ættleiða barn erlendis