Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið: Vettvangsathugun og stafræn samskipti

Get ég fengið upplýsingar um hvar mál er statt varðandi ábendingu sem ég sendi inn?

Vinnueftirlitið vill ávallt vera vakandi gagnvart aðstæðum á vinnustöðum og þakkar því fyrir allar ábendingar um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum. Farið er yfir allar ábendingar og metið hvort ástæða sé til að fara í vettvangsathugun eða hefja stafræn samskipti við vinnustaðinn.  Vinnueftirlitið er bundið þagnarskyldu um allar umkvartanir til þess.

Haft er samband við atvinnurekandann á grundvelli almennra eftirlitsheimilda stofnunarnnar þegar metið er að ástæða sé til að kanna málið frekar.

Til upplýsinga gera lögin ekki ráð fyrir því að stofnunin taki ákvarðanir í málum einstaks starfsfólks.

Þannig nýtur starfsfólk sem kemur kvörtun á framfæri og, eftir atvikum, það sem kvörtunin lútir að, ekki aðildar að stjórnsýslumáli á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Á það bæði við um móttöku slíkrar kvörtunar af hálfu stofnunarinnar og þegar kvörtun verður stofnuninni tilefni til að fara í vettvangsathugun á viðkomandi vinnustað eða til að taka upp stafræn samskipti við vinnustaðinn.   

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?