Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Kærur, synjanir, frávísanir og brottvísanir

Hvernig kæri ég synjun á umsókn um alþjóðlega vernd?

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á að njóta þjónustu löglærðs talsmanns á meðan umsókn þeirra er til meðferðar hjá stjórnvöldum.

Hafi umsókn um alþjóðlega vernd verið synjað er almennt veittur 15 daga frestur til þess að kæra ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Ef umsækjandi kemur frá öruggu upprunaríki er kærufrestur 5 dagar. Kærufresturinn byrjar að líða þegar synjun Útlendingastofnunar er móttekin.

Á vef kærunefndarinnar má finna upplýsingar og leiðbeiningar: Hvernig get ég kært.

Kærunefnd útlendingamála gerir ekki kröfur um ákveðið form kæru. Nauðsynlegt er þó að nafn og heimilisfang kæranda komi fram í kæru, sem og tölvupóstur og/eða sími, svo hægt sé að hafa samband við kæranda á meðan kærumálið er til meðferðar hjá nefndinni.

Kæruna má senda með tölvupósti á postur@knu.is eða í gegnum Signet transfer en ekki er þörf á að senda hana einnig bréfleiðis. Á heimasíðu nefndarinnar er einnig að finna kæruform.

Í það minnsta þarf að koma fram:

  1. Fullt nafn kæranda.

  2. Fæðingardagur.

  3. Ríkisfang (og eftir atvikum viðtökuríki).

  4. Tengsl aðila, ef kært er fyrir fjölskyldu.

  5. Hvers konar ákvörðun verið er að kæra.

Nánar um synjun umsóknar um alþjóðlega vernd.

Nánar um örugg upprunaríki.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900