Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Kærur, synjanir, frávísanir og brottvísanir

Hvaða áhrif hefur endurkomubann?

Hafir þú fengið endurkomubann í kjölfar brottvísunar hefur þú ekki heimild til að snúa aftur til Íslands, annað hvort innan tiltekins tíma, eða varanlega. Almennt er endurkomubann gefið út til tveggja ára.

Ákvörðun um brottvísun og endurkomubann ríkisborgara utan EES eða EFTA eru alla jafna skráð í Schengen-upplýsingakerfið. Því gildir endurkomubannið einnig á landsvæði allra Schengen-ríkjanna, nema þú hafir sérstaka heimild fyrir komu inn í einstakt ríki.

Athugaðu að ef þú hefur fengið brottvísun og endurkomubann í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd fellur endurkomubannið niður ef þú yfirgefur landið með sjálfviljugum hætti innan tiltekins tímafrests sem er tilgreindur í ákvörðun þinni.

Nánar um brottvísun og endurkomubann til Íslands.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900