Vanrækslugjald
Auglýsing um álagningu vanrækslugjalds á árinu 2024
Álagning vanrækslugjalds á eigendur (umráðamenn) þeirra ökutækja sem skráð eru í ökutækjaskrá hérlendis og ekki hafa verið færð til aðalskoðunar frá og með 1. október 2023 hefst 3. janúar 2024.
Álagning gjaldsins byggir á 45. og 46. gr. reglugerðar nr. 414/2021 um skoðun ökutækja með síðari breytingum, sbr. 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum. Miðast álagning gjaldsins, með þeim undantekningum sem greinir hér að neðan, við endastaf skráningarmerkis ökutækis og leggst það á sem hér segir:
3. janúar vegna ökutækja með 0 sem endastaf og færa átti til skoðunar í október 2023
3. apríl vegna ökutækja með 1 sem endastaf
1. maí vegna ökutækja með 2 sem endastaf
1. júní vegna ökutækja með 3 í endastaf
2. júlí vegna ökutækja með 4 í endastaf
1. ágúst vegna ökutækja með 5 í endastaf
3. september vegna ökutækja með 6 í endastaf
1. október vegna ökutækja með 7 í endastaf
1. nóvember vegna ökutækja með 8 í endastaf
3. desember vegna ökutækja með 9 í endastaf
1. ágúst vegna fornökutækja, húsbifreiða, léttra bifhjóla (L1e, L2e og L6e) í flokki II og bifhjóla, hjólhýsa, fellihýsa og tjaldvagna, sbr. 7. gr. reglugerðar um skoðun ökutækja.
1. ágúst vegna ökutækja með einkamerki sem ekki enda á tölustaf.
Vanrækslugjald leggst á vegna þeirra ökutækja sem ekki hafa verið færð til endurskoðunar skv. ákvæðum reglugerðar um skoðun ökutækja þegar liðinn er mánuður frá lokum þess mánaðar er ökutækið skyldi fært til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun skoðunarmanns.
Vanrækslugjald leggst á vegna þeirra ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar þegar liðinn er mánuður frá því að skráningarmerki var afhent tímabundið til þess að færa mætti ökutækið til skoðunar.
Þremur mánuðum eftir álagningu vanrækslugjalds hefst innheimta þess hafi ökutækið ekki verið fært til skoðunar eða það skráð úr umferð og gjaldið greitt innan þess tíma.
Ísafirði, 21. nóvember 2023
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum