Fara beint í efnið

Umsókn um frestun eða niðurfellingu álagningar vanrækslugjalds

Beiðni um frestun eða niðurfellingu álagningar vanrækslugjalds

Sækja skal um frestun eða niðurfellingu álagningar vanrækslugjalds áður en það er lagt á. Ekki er hægt að sækja um frest eða niðurfellingu ef meira en tveir mánuðir eru liðnir. 

Hægt er að sækja um frestun álagningar vanrækslugjalds af eftirfarandi ástæðum:

 • Skráð lögheimili eiganda/umráðamanns er meira en 80 km frá næstu skoðunarstöð.

 • Ökutækið er utan Íslands en innan Evrópska efnahagssvæðisins og fékk gilda skoðun þar áður en gjaldið var lagt á. Staðfesting á skoðun þarf að senda til Samgöngustofu.

 • Skoðunarstöð næst lögheimili er ekki með búnað til að skoða ökutæki sem eru 3,5 tonn eða meira.

 • Vegna aldurs (75 ára og eldri) og/eða langvinnra veikinda eiganda eða umráðamanns ökutækis (framvísa skal læknisvottorði eða samsvarandi gögnum).

 • Eigandi/umráðamaður ökutækis er látinn.

 • Ófærð - miðast við lögheimili (gildir ef ófærð hefur varað í 2 vikur samfellt fyrir álagningu).

 • Aðrar sérstakar ástæður. Rökstuðningur og skýringar þurfa að fylgja.


Ekki er veitt frestun álagningar af eftirfarandi ástæðum:

 • Bágur fjárhagur eiganda/umráðamanns.

 • Viðkomandi hafi fengið greiðsluaðlögun.

 • Eiganda/umráðamanni var ekki kunnugt um reglur um álagningu vanrækslugjalds.

 • Eigandi/umráðamáður gat ekki  fært ökutækið til skoðunar vegna fjarveru.

Niðurfelling vanrækslugjalds er aðeins möguleg ef skráning ökutækis eða aðrar upplýsingar sem álagningu gjaldsins fylgir eru ekki réttar.

Athugið að frestur er aðeins veittur í einn mánuð frá álagningu eða lengst í tvo mánuði frá álagningu ef lögheimili er í meira en 80km fjarlægð frá skoðunarstöð. 

Sé beiðni synjað

Sé beiðni um frest eða niðurfellingu synjað má óska eftir beiðni um endurupptöku ákvörðunar um álagningu vanrækslugjalds. Beiðni um endurskoðun þarf að berast innan tveggja mánaða frá álagningu. 

Ef þú ert ekki með rafræn skílríki má nálgast umsóknina á pdf formi hér

Beiðni um frestun eða niðurfellingu álagningar vanrækslugjalds