Fara beint í efnið

Aðalskoðun

Skoðunarmánuður ökutækis miðast við endastaf skráningarmerkis ökutækisins. Frestur til aðalskoðunar ökutækis áður en til álagningar vanrækslugjalds kemur er tveir mánuðir frá skoðanamánuði. 

Dæmi:

Ökutæki sem enda á 1 

 • skal skoða í janúar

 • frestur vegna aðalskoðunar er til loka mars 

 • vanrækslugjald er lagt á í apríl hafi eigandi ekki mætt með ökutækið í skoðun


Ökutæki sem enda á 2

 • skal skoða í febrúar

 • frestur vegna aðalskoðunar er til loka apríl

 • vanrækslugjald er lagt á í maí hafi eigandi ekki mætt með ökutækið í skoðun


Ökutæki sem enda á 0

 • skal skoða í október

 • frestur vegna aðalskoðunar er til loka desember

 • vanrækslugjald er lagt á í janúar hafi eigandi ekki mætt með ökutækið í skoðun

Einkamerki eða einkanúmer 

 • Ef ökutæki er með einkamerki sem endar á tölustaf gildir síðasti tölustafurinn 

 • Ökutæki með einkamerki sem endar á bókstaf skulu koma í skoðun í maí. Frestur vegna aðalskoðunar er til loka júlí og vanrækslugjald lagt á í ágúst. 

Fornbílar, húsbifreiðar, bifhjól og eftirvagnar

Fornbifreiðir, húsbifreiðir, fornbifhjól, létt bifhjól, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna skal skoða fyrir 1. ágúst á skoðunarári.

Fornbifreiðir skal færa til skoðunar annað hvert ár. Miða skal við skráningarár varðandi skoðunarreglur um skráningarár og ef ár dettur úr fær ökutækið eins árs skoðun.

Sé fornbifreið safngripur og hefur ekki verið hreyfð frá síðustu skoðun er ráðlagt að skrá hana úr umferð.

Endurskoðun

Fái eigandi eða umráðamaður boðun í endurskoðun ökutækis er fresturinn til loka næsta mánaðar. 

Dæmi:

 • aðalskoðun fer fram í janúar og eigandi boðaður í endurskoðun

 • frestur til endurskoðunar er til loka febrúar

 • vanrækslugjald er lagt á í apríl hafi eigandi ekki mætt með með ökutækið í endurskoðun

Skoðun eftir tímabundna afhendingu skráningarmerkja

Hafi skráningarmerki verið afhent eiganda eða umráðamanni ökutækis tímabundið til að færa mætti ökutæki til skoðunar er frestur einn mánuður frá afhendingu.  Álagning miðast við mánaðamót. 

Dæmi:

 • Ef eigandi fær skráningarmerki afhent hjá skoðunarstofu 15. janúar þá er vanrækslugjald lagt á í mars.