Fara beint í efnið

Ísland.is

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík.

Umferðartafir

16. maí 2023

Lögreglan minnir á að umferðartafir eru viðbúnar.

20230515 210753

Lögreglan minnir á að umferðartafir eru viðbúnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Áhrifin verða hvað mest síðdegis, bæði í dag og á morgun. Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er því vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga – ekki síst flugfarþega. 

Um leið og vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði er þeim þakkað fyrir að sýna skilning vegna þessa. Sömuleiðis er minnt á aðra ferðamáta eins og strætó og reiðhjól.