Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum og Austfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð fyrir hvort svæði, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, bera ábyrgð á gerð viðkomandi strandsvæðisskipulags. Skipulagsstofnun annast gerð skipulagsins í umboði svæðisráðanna.