Fara beint í efnið

Hafskipulag

Umsagnir svæðisráða um framkomnar athugasemdir við lýsingu

7. júlí 2020

Lýsingar fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum voru auglýstar 7. maí og jafnframt kynntar á opnum kynningarfundum sem streymt var á Facebooksíðu Skipulagsstofnunar. Svæðisráðin hafa unnið samantekt af skriflegum athugasemdum sem bárust á kynningartíma og umsögn svæðisráðanna um þær.

trilla-a-reydarfirdi

Umsögn svæðisráðs á Austfjörðum um framkomnar athugasemdir við lýsingu

Umsögn svæðisráðs á Vestfjörðum um framkomnar athugasemdir við lýsingu

Alls bárust 24 athugasemdir við báðar lýsingar, 14 þeirra voru sameiginlegar fyrir bæði svæðin, sex eiga eingöngu við lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og fjórar eiga við lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum. Í athugasemdunum komu fram fjölbreytt sjónarmið og ábendingar sem eru mikilvægt veganesti fyrir næstu skref og verða hafðar til hliðsjónar við þá vinnu sem fram undan er við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum.

Samráðsvefsjá

Samhliða kynningu á lýsingu var opnuð samráðsvefsjá um gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Í samráðsvefsjánni var leitað eftir hugmyndum og ábendingum um áhugaverða staði og núverandi nýtingu svæðanna til ólíkra athafna, sem og hugmyndum um önnur atriði sem hafa ætti í huga við mótun skipulagstillagna fyrir þessi svæði. Vinna er hafin við að greina þær ábendingar og hugmyndir sem komu fram í vefsjánni og verður afrakstur samráðsvefsjárinnar kynntur í haust samhliða kynningu á afrakstri samráðsfunda í september.

Kynningafundir

Áætlað var að halda samráðsfundi samhliða kynningu á lýsingu en vegna samkomutakmarkana varð að fresta fundunum. Fundirnir verða haldnir í september og verða auglýstir þegar nær dregur. Allir þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma á fundina og leggja fram sínar ábendingar og sjónarmið um framtíðarnýtingu og vernd á strandsvæða.

Vakin er athygli á að ávallt er hægt að koma á framfæri ábendingum við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum í athugasemdagátt hér á vefnum.