Fara beint í efnið

Maka- og umönnunarbætur

Umsókn um maka- og umönnunarbætur

Fylgigögn

Með öllum umsóknum þarf að fylgja:

  • læknisvottorð sem tilgreinir umönnunarþörf lífeyrisþega,

    • sjúkdómsgreiningar viðkomandi,

    • hvort lífeyrisþeginn sé í dagvistun og á hvaða tíma dags hún fer fram.

  • staðfesting um lækkað starfshlutfall eða starfslok umönnunaraðila,

  • ef um lækkun á reiknuðu endurgjaldi er að ræða þarf staðfestingu frá ríkisskattstjóra.

Upplýsingar um hvort þú vilt nýta persónuafslátt þarf að berast TR ef umsókn er samþykkt, hægt er að skrá upplýsingar um nýtingu hans á Mínum síðum TR.

Áframhaldandi greiðslur

Ef þú óskar eftir áframhaldandi greiðslum við lok tímabils, þarf að skila inn:

  • nýrri umsókn,

  • læknisvottorði sem tilgreinir umönnun og hvort lífeyrisþegi njóti dagvistar utan heimilis og á hvaða tíma dags hún fer fram.

Umsókn um maka- og umönnunarbætur

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun