Fara beint í efnið

Þjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á þjónustu löglærðs talsmanns á lægra og æðra stjórnsýslustigi. Hlutverk talsmanns hefst við skipun hans og lýkur við endanlega ákvörðun á stjórnsýslustigi. Nánar um hlutverk talsmanns á vef útlendingastofnunar.

Á meðan umsækjendur bíða þess að fá svar við umsókn um vernd stendur þeim til boða húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Barnshafandi konur skulu fá aðgang að mæðravernd og fæðingarhjálp og börn sem sækja um vernd skulu eiga þess kost að stunda nám.

Vinnumálastofnun starfrækir almenn þjónustuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðan mál þeirra eru í vinnslu. Útlendingastofnun rekur engin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd eða aðra útlendinga.

Rétturinn til þjónustu fellur alla jafna niður átta vikum frá veitingu verndar, 30 dögum eftir endanlega niðurstöðu um synjun eða þremur dögum eftir að umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka. Nánar um lok þjónustu.

Lög

Þjónusta við umsækjendur um vernd er veitt á grundvelli 33. greinar laga um útlendinga og 23. greinar reglugerðar um útlendinga.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun

Tengt efni