Fara beint í efnið

Ábyrgðaraðili vinnslu

Sýslumenn eru ábyrgðaraðilar fyrir vinnslu þeirra persónuupplýsinga sem aflað er á eyðublöðum undir flokknum lögráðamál. Sýslumenn notast ekki við sjálfvirka ákvörðunartöku við vinnslu persónuupplýsinga vegna lögráðamála.

Tilgangur og heimildir fyrir vinnslu

Með eyðublöðunum er bæði aflað almennra og viðkvæmra persónuupplýsinga. Tilgangur vinnslu þeirra persónuupplýsinga sem aflað er frá hinum skráða með eyðublöðum er að sinna lögbundnum skyldum sýslumanna í tengslum við meðferð lögráðamála. Heimildir fyrir vinnslu almennra persónuupplýsinga koma fram í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. Heimildir fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga koma fram í 1. tl. og e.a . 3. tl. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Mælt er fyrir um lagaskyldur sýslumanna í tengslum við meðferð lögráðamála í lögræðislögum nr. 71/1997. Til þess að unnt sé að vinna beiðnir þarf að veita allar umbeðnar upplýsingar, nema einstaka liðir eigi ekki við. Vakin er athygli á að skortur á upplýsingum kann að hafa áhrif á niðurstöðu máls.

Miðlun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingum, sem aflað er í tengslum við meðferð lögráðamála, er miðlað til aðila máls, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Komi skipunar ráðsmanns kann þess að verða getið í þinglýsingabók, upplýsingum er miðlað til fyrirtækjaskrár og til banka eða sparisjóða, sbr. 4. mgr. 14. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Upplýsingum um nauðungarvistun er miðlað til sjúkrahúss, sbr. 1. mgr. 24. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Upplýsingum um skipun ráðsmanns er miðlað til maka eða sambúðarmaka skráða, sbr. 5. mgr. 37. gr. lögræðislaga 71/1997 og til Þjóðskrár, sbr. 3. mgr. 40. gr. lögræðislaga 71/1997.

Geymslutími

Samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn eru öll skjöl geymd hjá sýslumanni í 30 ár og rafræn gögn í 5 ár áður en þau eru send til Þjóðskjalasafns til varðveislu.

Réttindi skráðra einstaklinga

Skráðir einstaklingar eiga almennt rétt til upplýsinga um vinnslu, hvort sem persónuupplýsinga er aflað hjá þeim sjálfum eða ekki, svo og rétt til aðgangs að persónuupplýsingum um sig. Þeir eiga jafnframt rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar um sig leiðréttar svo og rétt til að ábyrgðaraðilinn eyði persónuupplýsingum um hann án ótilhlýðilegrar tafar (réttur til að gleymast) og rétt til að ábyrgðaraðili takmarki vinnslu. Beina má kvörtun vegna vinnslu persónuupplýsinga til Persónuverndar. Persónuverndarstefnu sýslumanna og upplýsingar um persónuverndarfulltrúa þeirra er að finna hér á vef sýslumanna.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15