Starfsmannaleigur
Upplýsingaskylda
Með starfsmannaleigu er átt við þjónustufyrirtæki sem samkvæmt samningi leigir út starfsfólk sitt gegn gjaldi til að sinna störfum á vinnustað notendafyrirtækis undir verkstjórn notendafyrirtækisins. Starfsmannaleigum sem ekki hafa staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu eða í EFTA ríki er óheimilt að veita hér þjónustu án staðfestu nema samningar sem Ísland á aðild að heimili slíkt.
Hver sá sem vill veita starfsmannaleiguþjónustu hér á landi, innlendur sem erlendur, skal tilkynna um það til Vinnueftirlitsins eigi síðar en sama dag og starfsemin hefst í fyrsta skipti.
Hyggist fyrirtæki veita starfsmannaleiguþjónustu hér á landi samtals í lengur en tíu virka daga á hverjum tólf mánuðum skal Vinnueftirlitinu veittar upplýsingar um starfsfólk sem mun starfa hér á landi.
Eftirfrandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Dvalarstaður
Dvalartími
Nafn og kennitala notendafyrirtækisins
Fyrrgreind skylda er jafn rík hvort sem starfsmannaleigustarfsemi telst til aðalstarfsemi fyrirtækis eða viðbótarstarfsemi við til að mynda almenna byggingavinnu.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið