Starfsemi veiðifélaga
Nýtingaráætlun
Vegna nýtingar á lax- og silungsveiðihlunnindum skal veiðifélag/veiðiréttareigandi gera nýtingaráætlun sem miðar að því að tryggja sjálfbæra nýtingu. Í nýtingaráætlun eru tilgreindar reglur um veiðiálag, svo sem:
stangarfjöldi
árlegur veiðitími
daglegur veiðitími
leyfilegur fjöldi landaðra fiska
takmörkun á stærð landaðra fiska
leyfilegt agn
fyrirkomulag netaveiði
friðun á tilteknum veiðisvæðum
líffræðileg viðmið
Veiðifélags/veiðiréttareiganda sendir Fiskistofu drög að nýtingaráætlun sem óskar umsagnar Hafrannsóknastofnunar vegna hennar. Fiskistofa staðfestir nýtingaráætlun ef hún er talin geta tryggt sjálfbæra nýtingu á viðkomandi vatnasvæði.
Þjónustuaðili
Fiskistofa