Fara beint í efnið

Starfsemi veiðifélaga

Veiðifélag eru félag allra veiðiréttareigenda sem land eiga að tilteknu veiðivatni. Veiðifélög skipuleggja veiði í umdæmi sínu sem ætlað er að tryggja hagkvæma og sjálfbæra nýtingu með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.

  • Umdæmi veiðifélags ákvarðast af útbreiðslu fiska á vatnasvæðinu og skal ná til þess svæðist sem sami fiskstofn gengur um.

  • Félagsmenn veiðifélags eru allir þeir sem skráðir eru veiðiréttarhafar í umdæmi veiðifélagsins.

  • Skylduaðild er að veiðifélögum.

  • Veiðifélag sinnir eftirliti í umdæmi sínu en Fiskistofa skipar eftirlitsmenn fyrir veiðfélög.

Skyldur veiðifélaga

Veiðifélög skulu hafa:

  • samþykkt

  • arðskrá

  • nýtingaráætlun

Þjónustuaðili

Fiski­stofa