Fara beint í efnið

Starfsemi veiðifélaga

Arðskrá

Veiðifélög eiga að halda skrá sem tekur fram hvern hluta af veiði eða arð af veiði sem koma á í hlut hverrar fasteignar, lögaðila eða einstaklings sem á veiðirétt í vatni á félagssvæði í samræmi við 41. gr. laga um lax- og silungsveiði.

Við gerð arðskrár skal meðal annars að taka tillit til eftirfarandi atriða:

  • aðstöðu til netaveiði og stangveiði

  • landlengdar að veiðivatni, vatnsmagns og stærðar vatnsbotns

  • hrygningar- og uppeldisskilyrða fisks

Mikilvæg atriði vegna gerðar arðskrár fyrir veiðifélag:

  • Gæta þarf þess að félagsfundur sé löglega boðaður og að í fundarboði til félagsmanna komi fram að arðskrá verði til umfjöllunar.

  • Um arðskrá þarf atkvæði 2/3 hluta allra atkvæðisbærra félagsmanna til að hún teljist samþykkt.

  • Sé fundarsókn ekki næg skal boða til annars fundar og ræður þá meirihluti atkvæða.

  • Ef arðskrá er ekki samþykkt þarf stjórn veiðifélags að óska eftir mati samkvæmt VII kafla lax- og silungsveiðilaganna.

  • Allir félagsmenn hafa rétt á að krefjast mats komi krafan fram innan tveggja mánaða frá fundi þar sem arðskrá hefur verið samþykkt.

  • Heimilt er veiðifélagi samkvæmt ákvörðun félagsfundar eða stjórnar, svo og einstökum félagsmönnum, að krefjast endurskoðunar á arðskrá átta árum eftir gildistöku hennar.

Ef formskilyrði hafa verið uppfyllt skal arðskrá staðfest af Fiskistofu og birt í B-deild Stjórnartíðinda, þegar málskotsfrestur er liðinn. Arðskrá tekur gildi tveimur mánuðum eftir slíka birtingu.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa