Séreignarsparnaður nýttur við fasteignakaup eða -lán
Spurt og svarað um ráðstöfun séreignarsparnaðar
Nei, ráðstöfun séreignarsparnaðar samkvæmt þessu úrræði er ekki bundið við fyrstu eign umsækjanda. Það býður upp á skattfrjálsa ráðstöfun séreignar inn á lán og skattfrjálsrar úttektar vegna kaupa.
Sjá þó til samanburðar sambærilegt úrræði um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.
Kaup á búseturétti telst vera öflun íbúðar í skilningi laganna. Það má því alltaf taka út uppsafna séreign vegna kaupa á búseturétti, með tilliti til annarra skilyrða.
Ef þú vilt borga aukalega inn á lán fyrir kaup á búseturétti, þarf lánið að vera tryggt með veði í fasteign.
Aðeins er heimilt að taka út þann sparnað sem safnaðist á tímabili innan júlí 2014 - desember 2025 þegar umsækjandi á ekki fasteign. Ef þú hefur verið eigandi fasteignar í langan tíma er því mögulegt að þú hafir ekki heimild til að taka út uppsafnaða séreign.
Umsókn um nýtingu séreignar inn á lán tekur aðeins til séreignar sem greidd er eftir að umsókn berst. Ef umsækjandi er hættur að greiða viðbótariðgjald mánaðarlega er ekki greiddur séreignarsparnað inn á lán með þessu úrræði.
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að mánaðarlegar ráðstafanir falla niður. Algengt er að það sé vegna að:
láni hafi verið hafnað af lánastofnun
umsækjandi kominn upp í hámarksnýtingu ársins, ráðstöfun hefst þá aftur á nýju ári
umsækjandi var að skipta um vinnu og launagreiðandi ekki að greiða í séreignarsjóð
að ráðstöfun hafi ekki verið framlengd
Já, það er hægt að gera það. Einstaklingar geta greitt inn á lán hjá maka ef sambúðaraðilar uppfylla skilyrði samsköttunar.
Þú getur því nýtt þinn séreignarsparnað til að greiða inn á lán sem maki þinn hefur tekið vegna íbúðarkaupa þótt þú sért ekki skráður eigandi húsnæðisins eða sem skuldari lánsins.
Nei, þegar þetta almenna úrræði (laga nr. 40/2014) er nýtt til að ráðstafa viðbótariðgjöldum inn á lán er bara hægt að gera það með því að lækka höfuðstól lánsins. (Það að lækka höfuðstólinn hefur svo áhrif á komandi afborganir).
Hins vegar er heimilt vegna kaupa á fyrstu íbúð að greiða inn á afborgun óverðtryggðra lána.
Lán sem koma sjálfkrafa á listann eru lán sem voru í kafla 5.2 á síðasta skattframtali.
Kafli 5.2 á skattframtali er fyrir þau lán sem eru tekin vegna öflunar íbúðar til eigin nota.
Ef lánið þitt er ekki á listanum er það vegna þess að það var ekki talið fram í kafla 5.2 á síðasta skattframtali.
Ef lánið var tekið á yfirstandandi ári gæti það ekki verið á síðasta skattframtali.
Ef lánið var tekið til endurbóta á fasteigninni eða í öðrum tilgangi en til að afla íbúðar til eigin nota ætti það að vera skráð í kafla 5.5 á framtalinu.
Hægt er að óska eftir að bæta láni við listann með því að velja að „handskrá“ lán í skrefi 2/3.
Skatturinn hefur ekki upplýsingar um hvert eða hvort einstaklingar greiða viðbótariðgjald.
Athugaðu hvort það komi fram á launaseðlinum þínum eða hafðu samband við launagreiðanda.
Séreignarsjóðurinn þarf að greiða minnst fjórum sinnum á ári í samræmi við umsókn umsækjanda. Almennt berast iðgjöld inn á lán innan 40 daga eftir að þau berast til sjóðsins. Þetta kann þó að vera breytilegt eftir sjóðum og er umsækjanda bent á að hafa samband við vörsluaðila ef spurningar vakna um greiðslur og tíðni þeirra.

Þjónustuaðili
Skatturinn