Séreignarsparnaður nýttur við fasteignakaup eða -lán
Leiðbeiningar með umsókn
Sótt er um mánaðarlega greiðslu séreignarsparnaðar inn á lán á leidretting.is.
Eftir innskráningu er valið „ráðstöfun séreignarsparnaðar“.
Skref 1 af 3
Í skrefi 1 er hægt að gera athugasemd við heimilisskráningu ef röng hjúskaparstaðar er birt.
Umsækjandi velur hvort nýta eigi eins mikið og heimilt er (ótakmörkuð nýting), eða hvort umsækjandi vilji takmarka ráðstöfun sína við lægri fjárhæð (takmörkuð nýting).
Skref 2 af 3
Í skrefi 2 velur umsækjandi séreignarsjóð sem greiða á úr og inn á hvaða lán.
Forskráð í fellilista á umsókn eru þau lán sem voru á síðasta skattframtali. Ef nýtt lán var tekið eða lánið af einhverjum ástæðum ekki í fellilista þarf að skrá lánið með því að smella á "Skrá nýtt lán".
Að skrá nýtt lán
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Lánveitandi (t.d. banki eða lífeyrissjóður)
Númer láns (má finna á skuldabréfi eða í heimabanka)
Tegund láns, hvort það sé verðtryggt eða óverðtryggt (má finna á skuldabréfi eða í heimabanka)
Skref 3 af 3
Í skrefi 3 getur umsækjandi lesið yfir umsóknina eins og hún hefur verið sett upp og séð yfirlit yfir nýtingu séreignarinnar í gegnum þetta úrræði til þessa, ef við á.
Því næst þarf að staðfesta umsóknina með haki og smella á „senda umsókn“. Móttökukvittun birtist þá á skjánum.
Sótt er um mánaðarlega greiðslu séreignarsparnaðar inn á lán á leidretting.is.
Eftir innskráningu er valið „útgreiðsla séreignarsparnaðar“.
Þrep 1 af 4
Í þrepi 1/4 þarf að skrá sjö stafa fastanúmer eignarinnar. Fastanúmer kemur fram á kaupsamningi og má fletta upp í fasteignaskrá (ekki þarf að skrá F með fasteignanúmeri)
Einnig þarf að skrá kaupdag og hengja afrit af kaupsamningi við umsóknina.
Þrep 2 af 4
Í þrepi tvö má gera athugasemd við heimilisskráningu ef röng hjúskaparstaðar er birt.
Þar þarf einnig að velja hvort greiða eigi út eins mikið og heimilt er (ótakmörkuð nýting) eða hvort takmarka eigi útborgun við lægri fjárhæð (takmörkuð nýting).
Þrep 3 af 4
Í þrepi 3 velur umsækjandi úr hvaða séreignarsjóði greiða á úr. Einnig á að skrá reikningsnúmer sem uppsafnaða fjárhæðin verður lögð inn á. Aðeins er hægt að velja bankareikning sem umsækjandi er sjálfur skráður fyrir.
Þrep 4 af 4
Í þrepi 4 er samantekt yfir umsóknina eins og hún hefur verið sett upp. Þar sést einnig yfirlit yfir nýtingu séreignarinnar í gegnum þetta úrræði til þessa, ef við á.
Haka þarf við að umsókn sé staðfest og senda umsóknina.

Þjónustuaðili
Skatturinn