Skilyrði
Til að fá námsheimild þarf umsækjandi að hafa:
náð 20 ára aldri og ekki verið sviptur sjálfræði.
ekki gerst brotlegur við ákvæði almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávana- og fíkniefni, vopnalaga eða laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, né hafa gerst brotlegur við ákvæði umferðarlaga um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða annarra lyfja eða ítrekað gerst brotlegur við ákvæði um ölvunarbrot samkvæmt reglum settum á grundvelli laga um lögreglusamþykktir.
nægilega kunnáttu til þess að fara með skotvopn, vera andlega heilbrigður og vera að öðru leyti hæfur til þess að fara með og eiga skotvopn.
Við mat á þessu er lögreglu heimilt að líta til brotaferils og háttsemi samkvæmt sakaskrá og málaskrá lögreglu.
Fylgigögn
Læknisvottorð vegna skotvopnaleyfis
Nýleg passamynd
Staðfestingu tveggja meðmælenda
Meðmælendur fá tilkynningu í stafrænt pósthólf á Ísland.is til staðfestingar.
Námskeið í meðferð skotvopna
Námskeið í meðferð skotvopna er skilyrði fyrir skotvopnaleyfi.
Mælt er með æfingatíma á viðurkenndum skotvelli með leiðsögn frá aðila viðkomandi skotfélags.
Þjónustuaðili
Lögreglan