Almennt
Aðeins þau með gilt skotvopnaleyfi mega kaupa eða eiga skotvopn.
Það þarf að viðhalda og endurnýja skotvopnaleyfi til að mega eiga skotvopn.
Svona er ferlið
Kaupandi sækir um heimild til að eignast skotvopn sem hann hefur gilt skotvopnaleyfi fyrir.
Lögregla vinnur úr og samþykkir umsókn.
Seljandi fær tilkynningu í pósthólf á Ísland.is um að samþykkja kaupin.
Þegar kaup eru staðfest færist skotvopn á nýjan eiganda.
Þá má afhenda skotvopnið til nýs eiganda.
Skráning skotvopna
Skotvopn eru skráð á eiganda við kaup.
Þú getur skoðað skotvopnaleyfi og byssueign þína á Mínum síðum Ísland.is

Þjónustuaðili
Lögreglan