Eigandi skal geyma á öruggan hátt, þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að:
skotvopni og skotfærum
íhlutum skotvopna, eins og hljóðdeyfa
varanlega óvirkum skotvopnum
eftirlíkingum skotvopna
Ábyrgð eiganda
Varsla skotvopna er á ábyrgð eiganda þeirra og mikilvægt að skotvopn séu alltaf tryggilega geymd.
Aðrir en eigendur vopnanna skulu ekki að hafa aðgang að lyklum eða vita aðgangsorð að læsingum skápanna.
Húsnæði
Skotvopnaeigendur skulu geyma skotvopn sín á lögheimili sínu, nema lögregla heimili annað.
Húsnæði, sem geymir skotvopn, skal ávallt vera læst þegar íbúar eru fjarverandi. Við lengri fjarveru skal að auki gera skotvopn óvirk, til dæmis með því að fjarlægja nauðsynlega hluta aðra en láshús.
Geyma skotvopna annarsstaðar en á lögheimili
Lögregla getur veitt undantekningu á geymslu skotvopna annarsstaðar en á lögheimili.
Hafðu samband við lögregluna í þínu umdæmi.
Byssuskápar
Skotvopnaskápar verða að vera viðurkenndir vopnaskápar og uppfylla gildandi viðmiðunarreglur (pdf).
Mikilvægt er að skáparnir séu öruggir og læsing þeirra trygg.
Skotfæri
Skotfæri skulu ávallt geymd í læstri geymslu.
Séu skotfæri geymd í skotvopnaskáp þurfa þau að vera í aðskildu, læstu hólfi.
Samnýting skápa
Eigendur skotvopna á sama lögheimili með mismunandi skotvopnaleyfi mega nota sama byssuskáp til vörslu skotvopna.
Þjónustuaðili
Lögreglan