Almennt
Til að fá skotvopnaleyfi þarf að standast próf í meðhöndlun skotvopna og að öðru leyti uppfylla skilyrði lögreglu.
Þú þarft skotvopnaleyfi lögreglu til að eiga og nota:
skotvopn og skotfæri,
íhluti og aukahluti fyrir skotvopn.
Svona færð þú skotvopnaleyfi
Til þess að fá skotvopnaleyfi þarf:
Læknisvottorð vegna skotvopnaleyfis hjá heimilislækni.
Tvo meðmælendur eldri en 20 ára.
Að sækja um leyfi hjá lögreglu og skila gögnum.
Að standast próf í skotvopnanámskeiði um meðhöndlun skotvopna.
Í umsóknarferli þarf að heimila lögreglu að skoða sakavottorð.
Lögregla skoðar málaskrá lögreglu og sakavottorð við vinnslu umsóknar.
Gildistími
Skotvopnaleyfi gilda í hámark 5 ár.
Kostnaður
Skotvopnaleyfi kostar 6.500 krónur
Eiga eða fá lánað skotvopn
Tilkynna þarf sérstaklega:
Skotvopnaskírteini
Lögreglan gefur út stafrænt skotvopnaskírteini til þeirra sem standast námskeiðið.
Þú getur nálgast skírteinið í Ísland.is appinu eða á Mínum síðum Ísland.is
Allar fyrirspurnir eða kvartanir vegna umsókna skal beina til þess embættis sem þú átt lögheimili.

Þjónustuaðili
Lögreglan