Almennt
Eigandi skotvopns þarf að tilkynna lögreglu láni hann öðrum skotvopn sitt.
Lántaki þarf að hafa lánstilkynningu á sér við notkun skotvopns.
Langtímalán eru lengri en 4 vikur og geta verið ótímabundin.
Skammtímalán eru skemur en 4 vikur.
Upplýsingar sem þurfa að fylgja
Á lánstilkynningu þarf að koma fram:
nafn og kennitala eiganda og lántaka
landsnúmer skotvopns
dagsetningar láns ef skemur en 4 vikur
Þegar tilkynning er móttekin
Þegar lögregla hefur staðfest mótttöku fær lántaki tilkynningu á Mínum síðum á Ísland.is.
Skotvopnið birtist á skotvopnaskírteini lántaka og eiganda.
Gildistími
Lánsheimild heldur gildi sínu þar til annar aðilinn tilkynnir lögreglu um niðurfellingu lánsheimildar.
Það má gera hjá lögreglu í heimabyggð eða í netfangið leyfi@lrh.is.
Skammtímalán
Skammtímalán má gera á pappír. Undirskrift beggja aðila er þörf auk 2 votta.
Tilkynning þarf að vera í 2 eintökum:
Lántaki þarf að hafa tilkynningu á sér við notkun skotvopns.
Afrit af tilkynningu þarf að vera í skotvopnaskáp eiganda.
Þjónustuaðili
Lögreglan