Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Greiðsla desemberuppbótar til atvinnuleitenda í desember 2025

18. nóvember 2025

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur samþykkt reglugerð um greiðslu desemberuppbótar 2025 til atvinnuleitenda. Stefnt er að því að greiða desemberuppbót eigi síðar en 15. desember 2025.

Samkvæmt reglugerðinni eiga þeir atvinnuleitendur sem hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2025 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember rétt til greiðslu desemberuppbótar.

Fjárhæðir:

Hámarksfjárhæð desemberuppbótar er 109.469 kr. og hún er aldrei lægri en 27.367 kr.

Greiddur er skattur af desemberuppbót.

Skilyrði:

Staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember 2025.

Teljast tryggður í nóvember 2025.

Þeir sem hafa verið skráðir án atvinnu í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2025 eiga rétt á fullri desemberuppbót að fjárhæð 109.469 kr.

Þeir sem hafa verið skráðir atvinnulausir í skemmri tíma en tíu mánuði fá hlutfallslega desemberuppbót svo lengi sem þeir staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember - 3. desember 2025. Upphæðin miðast við þann tíma sem umsækjandi hefur verið án atvinnu og tryggingarhlutfall hans samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar

Atvinnuleitandi sem var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á rétt á uppbótinni svo lengi sem hann fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.

Óháð skráningartíma og tryggingarhlutfalli mun desemberuppbót þó aldrei fara niður fyrir 27.367 kr. Þetta er háð því að viðkomandi sé tryggður, skráður og staðfesti atvinnuleit 20 nóvember-3. Desember.

Reglugerð um desemberuppbætur á grunnatvinnuleysisbætur