Fara beint í efnið

Útgáfa dvalarleyfiskorta takmörkuð - uppfærð frétt

18. nóvember 2022

Ekki lengur nauðsynlegt að framvísa ferðagögnum til að fá dvalarleyfiskort.

Dalvegur 18

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá birgja er von á nýrri sendingu af dvalarleyfiskortum fyrr en útlit var fyrir.

Útlendingastofnun þarf áfram að takmarka útgáfu kortanna og fá umsækjendur áfram send bréf til staðfestingar á útgáfu dvalarleyfis, með upplýsingum um gildistíma og atvinnuréttindi.

Þeir sem þurfa á kortum að halda vegna ferðalaga til útlanda þurfa hins vegar ekki lengur að senda stofnuninni ferðagögn til staðfestingar til að fá útgefin dvalarleyfiskort. Vinsamlegast sendið beiðni um kort á utl@utl.is.

Athugið: Til að hægt sé að gefa út dvalarleyfiskort þarf Útlendingastofnun að hafa mynd af umsækjanda sem ekki er eldri en sex mánaða. Umsækjandi gæti því þurft að koma í myndatöku ef óskað er eftir útgáfu korts vegna ferðalaga. Myndataka er framkvæmd hjá Útlendingastofnun og hjá sýslumanns­embættum utan höfuðborgar­svæðisins. Hægt er að panta tíma fyrir myndatökur hjá Útlendingastofnun á netinu: Útlendingastofnun | Noona. Fyrir myndatökur hjá sýslumannsembættum skal hafa samband við viðkomandi sýsluskrifstofu símleiðis. Umsækjendur þurfa að hafa vegabréf meðferðis.

Áfram verður upplýst um allar frekari breytingar á vef stofnunarinnar.