Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Upplýsingar fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt til Alþingis

17. júlí 2025

Lög um veitingu ríkisborgararéttar hafa verið samþykkt á Alþingi.

Alþingi hefur samþykkt lög um veitingu ríkisborgararéttar. Lögin taka ekki gildi fyrr en daginn eftir birtingu þeirra í stjórnartíðindum. Útlendingastofnun hefur ekki upplýsingar um hvenær þau verða birt.

Þegar lögin hafa tekið gildi útbýr Útlendingastofnun ríkisfangsbréf fyrir þá sem fengu veittan ríkisborgararétt og sendir bréfin til Þjóðskrár. Liðið geta nokkrir dagar þar til Þjóðskrá hefur skráð einstaklingana með íslenskt ríkisfang í þjóðskrárkerfið en fyrst þá geta þeir sótt um íslenskt vegabréf.

Alþingi sendir út synjunarbréf til þeirra sem ekki var veitt íslenskt ríkisfang. Ákvörðun um veitingu var alfarið í höndum Alþingis og getur Útlendingastofnun ekki svarað því hvers vegna tilteknum umsækjanda var ekki veittur íslenskur ríkisborgararéttur.