Tafir vegna álags
31. mars 2022
Vegna fordæmalausrar fjölgunar umsókna um vernd undanfarnar vikur er mikið álag á starfsemi Útlendingastofnunar.
Þess er vinsamlegast farið á leit að viðskiptavinir sýni stöðunni skilning og hafi þolinmæði að leiðarljósi ef dráttur skyldi verða á afgreiðslu eða svörun erinda. Starfsfólk svarar erindum eins fljótt og unnt er og reynt er eftir fremsta megni að standa við stjórnsýslufresti.
Fjölgun starfsfólks er þegar hafin en ljóst er að það mun taka tíma að ná utan um þau fjölmörgu viðbótarverkefni og umsóknir sem stofnuninni hafa borist á skömmum tíma.