Fara beint í efnið

Móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd flytur

4. apríl 2022

Móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur flutt úr Bæjarhrauni í Hafnarfirði að Egilsgötu 3 í Reykjavík, þangað sem Domus Medica var áður til húsa.

Domus

Í móttökumiðstöðinni vinnur starfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Útlendingastofnunar við skráningu, móttöku og þjónustu við umsækjendur um vernd.

Við flutninginn í stærra húsnæði bætist við starfsemina í móttökumiðstöðinni þjónusta heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnir fyrstu læknisskoðun umsækjenda, sem og þjónusta Fjölmenningarseturs, við þá einstaklinga sem fá veitta vernd eða mannúðarleyfi hér á landi.

Móttökumiðstöðin er opin milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum.