Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Framfærsluviðmið hækka

7. febrúar 2024

Fyrir umsækjendur um dvalarleyfi og ríkisborgararétt

Dalvegur 18

Eitt grunnskilyrða fyrir útgáfu dvalarleyfis og veitingu ríkisborgararéttar á Íslandi er að umsækjendur geti sýnt fram á að hafa næg fjárráð til að geta séð fyrir sér sjálfir.

Frá og með 15. febrúar 2024 hækkar viðmið fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, úr 217.799 krónum í 239.895 krónur á mánuði. Viðmið fyrir hjón hækkar úr 348.476 krónum í 383.832 krónur á mánuði. Upphæðir miðast við tekjur fyrir skatt.

Nýju viðmiðin gilda fyrir umsóknir sem berast frá og með 15. febrúar 2024.

Viðmiðin samsvara grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar.