Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Dvalarleyfiskort viðurkennd fyrir útgáfu rafrænna skilríkja

17. desember 2024

Ekki lengur krafa um vegabréf

Persónuskilríki

Dvalarleyfiskort útgefin af Útlendingastofnun hafa nú verið viðurkennd sem fullnægjandi skilríki til auðkenningar fyrir útgáfu rafrænna skilríkja.

Þetta þýðir að erlendir ríkisborgarar, sem eru handhafar íslenskra dvalarleyfiskorta, geta héðan í frá fengið útgefin rafræn skilríki án þess að framvísa vegabréfi. Fyrir flóttafólk, sem hefur fengið stöðu sína viðurkennda og hefur ekki vegabréf frá heimalandi meðferðis, þýðir þetta að það þarf ekki lengur að fá útgefið ferðaskírteini fyrir flóttafólk til að afla sér rafrænna skilríkja.

Samkvæmt heimasíðu Auðkennis þurfa skilríki að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Nafn þarf að vera það sama og er skráð hjá Þjóðskrá, ef kennitölu skilríkjahafa er ekki að finna á framvísuðum skilríkjum.

  • Fæðingardagur þarf að vera sá sami og er skráður hjá Þjóðskrá.

  • Mynd af skilríkjahafa þarf að vera skýr og greinileg.

  • Skilríkið þarf að vera í gildi daginn sem sótt er um rafræn skilríki.

Hægt er að sækja um rafræn skilríki á skráningarstöðvum um allt land.

Athugið að dvalarleyfiskort sem gefin eru út á grundvelli bráðabirgðadvalarleyfa eru ekki viðurkennd til auðkenningar.